Sögur
Frá fyrstu hendi
Frá fyrstu hendi
oldlady2png

Dóra

Dóra er með Alzheimers sjúkdóminn og er oft mjög illa áttuð. Hún býr enn heima og bílstjóri sækir hana alla virka daga sem keyrir hana í dagþjálfun þar sem hún er meðal fólks sem svipað er ástatt um. Dóru líður vel í dagþjálfuninni og upplifir ró og öryggi þar. Hún fer regluglega í gönguferðir með starfsfólkinu og kemur endurnærð til baka í hádegismatinn.

 

Bílstjóri keyrir hana aftur heim um fjögur leytið en þegar hún er komin heim aftur þá upplifir hún óöryggi, kvíða og veit ekki hvað hún á af sér að gera. Oft líður henni eins og hún eigi að vera að gera eitthvað, vera einhvers staðar og er hrædd um að vera að gleyma einhverju mikilvægu.  Vegna þessa hringir hún margsinnis í dóttur sína fram eftir kvöldi og spyr ávallt sömu spurningana: Hvað er klukkan? Er ég ekki að gleyma einhverju? Hvað á ég að gera núna? Dóttirin svarar þessum spurningum og reynir að róa móður sína að hún megi vera róleg heima og slaka á og það róar Dóru - þar til hún gleymir því sem þær ræddu og hringir aftur. Þetta endurtekur sig langt fram eftir kvöldi eða þar til Dóra leggst til hvílu.

 

Dóttirin ákveður að fá Memaxi og kemur skjá fyrir á góðum stað miðsvæðis heima hjá Dóru, nálægt símanum. Fyrstu dagana tekur Dóra ekki eftir skjánum og heldur áfram að hringja eins og áður en eftir nokkrar vikur þá fækkar símhringingunum töluvert. Það er vegna þess að í hvert skipti sem Dóra ætlar að hringja þá sér hún Memaxi skjáinn með klukkunni, texta sem segir að nú sé mánudagur og kvöld. Hún sér líka að það er ekkert fyrirliggjandi á dagatalinu í dag og hún getur ýtt á hnappinn 'Á morgun' og þar sér hún að bílstjórinn kemur kl. 09:15 til að keyra hana í dagþjálfunina. 

 

Dóra og dóttir hennar eru mjög ánægðar með hvernig Memaxi hefur hjálpað þeim og aukið öryggi og ró Dóru.

Sigrún og Bryndís

Sigrún býr á höfuðborgarsvæðinu og dóttir hennar Bryndís er bóndi fyrir austan. Þær hafa alltaf talað oft og lengi sama í síma en Bryndís hefur nýverið tekið eftir að símtölunum hefur fækkað og þau vara skemur en áður. Bryndís setur Memaxi upp hjá Sigrúnu og nú nota þær myndsamtölin og eru farnar að tala jafnlengi og áður. Í ljós kemur að Sigrúnu fannst orðið erfitt að tala í landlínusíma og átti það til að gleyma við hvern hún var að tala. Nú þegar þær sjá hvora aðra og brosa er mun auðveldara og þægilegra að tala saman.

susanpng
phillippng

Friðrik

Friðrik er 35 ára tölvunarfræðingur sem býr í 100 km fjarlægð frá föður sínum. Friðrik heimsækir föður sinn nokkrum sinnum í mánuði en það hefur borið á því að faðir hans gleymir því að Friðrik sé að koma og er jafnvel ekki heima þegar Friðrik kemur. Þeir ákveða að nota Memaxi og núna setur Friðrik allar heimsóknirnar inn á dagskrána í Memaxi og bætir líka texta á skjáinn, s.s. 'Friðrik kemur í eftirmiðdag'. Nú bregður föður hans ekki þegar Friðrik birtist heldur hlakkar hann til heimsóknanna og er stundum búinn að hella upp á kaffi og kaupa bakkelsi til að bjóða Friðriki.

Vilhjálmur

Vilhjálmur er 17 ára með líkamlega og andlega fötlun. Hann býr með foreldrum sínum og María aðstoðarkona hans hefur aðstoðað hann í að vera 6 ár. María er orðin eins og ein af fjölskyldunni og aðstoðar við daglegt líf. Móðir Vilhjálms og María halda dagskrá Vilhjálms uppfærðri í Memaxi og setja reglulega inn minnisatriði fyrir hann.  Vilhjálmi finnst mjög gott að sjá hvað hann á í vændum hvern dag og eykur það virkni hans og tilhlökkun.

williampng-1
vanessapng-1

Valgerður og Pálína

Valgerður býr erlendis en hún er mjög náin móður sinni, Pálínu, sem býr á hjúkrunarheimili. Valgerður saknar móður sinnar og vildi gjarnan geta gert meira fyrir hana frá degi til dags. Hún ákveður að nota Memaxi og nú tala þær nánast daglega saman með myndsamtölunum. Valgerður sér herbergi Pálínu og hjálpar henni stundum að velja föt fyrir daginn. Stundum er læknir Pálínu hjá henni og þá geta þau þrjú spjallað saman með myndsamtölunum. Valgerður sér líka um að bóka tíma í hárgreiðslu, hand- og fótsnyrtingu og bætir þeim inn á dagskrána í Memaxi. Valgerður er mjög ánægð með Memaxi því það auðveldar henni að astoða Pálínu, þó svo fjarlægðirnar séu miklar.

Aldís

Aldís er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri í heimahjúkrun. Margir skjólstæðingarnir eru með Memaxi skjá heima hjá sér og hjúkrunarfræðingarnir kvitta fyrir í Samskipabókina í Memaxi þegar þeir koma í vitjun. Aldís fær góða yfirsýn yfir stöðuna hjá hverjum og einum skjólstæðingi. Það sem Aldísi finnst best er að aðstandendur geta líka fylgst með vitjununum og því hefur símtölum frá aðstandendum snarfækkað þar sem spurt er: Hefur einhver litið til  með pabba í dag?. Aldís óskar þess að allir skjólstæðingar hennar í heimahjúkruninni væri með Memaxi skjá heima við því það myndi einfalda líf hennar til muna.

alisonpng-1
bertpng

Baldur og Erla

Baldur og Erla eru framafólk með tvö ung börn. Öll dagskrá fjölskyldunnar er í Memaxi, læknisheimsóknir, afmæli, vinnufundir og matarboð. Þau nýta sér sérstaklega virknina í Memaxi sem fylgist með hvenær aðstoðar er þörf. Þau geta því sett inn á dagskrána atburð eins og 'Árshátíð' og merkt við að þá muni þau þurfa pössun fyrir börnin. Nokkrum dögum fyrir árshátíðina lætur Memaxi þau vita að þau muni þurfa aðstoð og þá hringja þau í barnapíuna.

Guðni

Jónas, afi Guðna, býr á hjúkrunarheimili og honum leiðist oft. Jónas er kýrskýr en hann er veikburða. Guðni ferðast mikið vegna vinnunnar til fjarlægra og spennandi landa sem vekja áhuga Jónasar. Guðni tekur margar myndir á ferðalögum sínum og setur þær inn ásamt stuttri textalýsingu í Memaxi með örfáum smellum í símanum. Jónas fær tilkynningu á Memaxi skjánum að nýjar myndir hafi borist. t.d. 'Hér er Guðni í Kuala Lumpur í Malasíu'. Myndirnar gleðja Jónas og honum finnst mjög gaman að segja öðrum íbúum frá ferðalögum Guðna sem hann er mjög stoltur af.

georgepng-1