Memaxi

Sjálfstætt líf fyrir þá sem þurfa daglega aðstoð

Memaxi

Sjálfstætt líf

fyrir þá sem þurfa

daglega aðstoð

Memaxi auðveldar skipulag hjá þeim sem njóta aðstoðar. Einfalt viðmót leiðir einstaklinginn í gegnum daginn. Fjölskyldan og fagfólk geta bætt inn upplýsingum og fylgst með. Innbyggð myndsamtöl gera samskipti auðveldari og skemmtilegri. 

Memaxi er búið til af fólki með reynslu af umönnun ættingja

Memaxi er búið til af fólki með reynslu af umönnun ættingja

Memaxi

Memaxi kerfið er búið til af einstaklingum sem allir hafa reynslu af því að annast heilabilaða og langveika aðstandendur.  Allir áttu það sameiginlegt að hafa leitað að góðri, einfaldri lausn til þess að koma á skipulagi og góðum boðleiðum án árangurs.  Því varð til hópur hjúkrunarfræðinga, forritara, hönnuða og viðskiptafræðinga sem tók höndum saman að búa til kerfi sem myndi gagnast öðrum í sömu sporum.  Memaxi varð lausnin og fljótt kom í ljós að lausnin hjálpar ekki eingöngu þeim sem eru með heilabilun eins og Alzheimer heldur öllum þeim sem njóta umönnunar og aðstoðar af einhverju tagi.

Hvernig gagnast Memaxi inni á heimilinu?

Hvernig gagnast Memaxi inni á heimilinu?

Memaxi
Memaxi hjálpar fólki sem þarfnast aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Memaxi skjárinn sýnir allt sem er í vændum og getur fjölskyldan lagt sitt af mörkum hvar og hvenær sem er. Memaxi er framtíð aðstoðar og umönnunar.
 
 

Hvernig hjálpar Memaxi fagfólki? 

Hvernig hjálpar Memaxi fagfólki? 

Memaxi

Memaxi Central gefur fagfólki einstaka yfirsýn yfir alla skjólstæðinga og auðveldar samskipti við þá með skilaboðum og myndsamtölum. Minni tími fer í skipulag og meiri tími í aðstoð, umönnun og náin samskipti.

Hvernig virkar Memaxi? Horfðu bara á myndbandið!

Hvernig virkar Memaxi? Horfðu bara á myndbandið!